Um SVFK

Upplýsingar:
Stangveiðifélag Keflavíkur
Hafnargötu 15 eh
230 Keflavík
S: 421 2888
Fax: 422 7888
Kennitala: 620269-0509
Rnr:0542-26-2953
Vefsíða: www.svfk.is
Tölvupóstur: svfk@svfk.is
Skrifstofa SVFK er opin frá kl. 18:30-20:30 á mánudags og fimmtudagskvöldum til 1 maí. Frá 1.maí til 20. okt. verður skrifstofan opin einu sinni í viku og verður það á miðvikudagskvöldum frá kl 18:30-20:30


Helstu veiðistaðir:
Geirlandsá
Fossálar
Reykjadalsá í Borgarfirði
Hrollleifsdalsá í Skagafirði
Jónskvísl og Sýrlækur
Grenlækur Flóðið svæði 4
Vesturhópsvatn í Húnaþingi


Stjórn:
Gunnar J.Óskarsson formaður
Óskar Færseth varaformaður
Arnar Óskarsson gjaldkeri
Sigtryggur Hafsteinsson ritari
Arnbjörn Arnbjörnsson meðstjórnandi
Davíð Eyrbekk varamaður
Björgvin Magnússon varamaður
Vilhjálmur Ragnarsson varamaður

Félagið sem var stofnað 1958 er í dag öflugt og sívaxandi. Það hefur yfir fjölbreyttum veiðisvæðum að ráða. Aðall félagsins er og hefur verið sjóbirtingsveiði og þá aðallega á svæðum í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Á öllum svæðum félagsins er góð veiðivon, þó aðallega sjóbirtingur eins og áður nefndi ásamt urriða, bleikju og laxveiði. Veiðihúsin er velflest vel búin og veiðisvæðin skemmtileg.

Félags- og inntökugjöld í SVFK eru sem hér segir:

Inntökugjald:
kr. 10.500 fyrir 16 ára og eldri,
kr. 5.250 fyrir yngri en 16 ára og maka félagsmanna.
Í inntökugjaldi er innifalið inntöku- og félagsgjald fyrsta árið.

Félagsgjald:
kr. 6.500 fyrir 16 til 67 ára,
kr. 3.250 fyrir yngri en 16 ára, maka félagsmanna og 67 ára og eldri.

Það sem þú öðlast geristu félagi í SVFK er:
1. Forgangur í allar ár og vötn sem félagið hefur uppá að bjóða.
2. 15% afsláttur af öllum veiðileyfum
3. Færð sent veglegt félagsblað á hverju ári.
4. Aðgangur að veiðimannakvöldvökum og veglegri árshátíð félagsins.
5. Aðgangur að ódýrum kast- og fluguhnýtingarnámskeiðum.

Keyrt á OpenCart
Vefverslun Stangveiðifélags Keflavíkur © 2018